þriðjudagur, febrúar 05, 2008

ástarsýki...

þegar þú ferð á kaffishús með vinkonu þinni og tekst að tala um sæta og klára kærastann þinn í annarri hvorri setningu og er samræðurnar snúast ekki um hann þá tekst þér að leiða talið að honum.

þér finnst ekkert athugunarvert að vera næstum í sleik frammi fyrir foreldra þína

þú ert orðin væmin, gengur um sælubros og átt mjög erfitt með að skilja af hverju pör rífast

sólarhringsaðskilnaður jafnast á við mánuð og þú hlustar af athygli þegar hann útskýrir hvað megapixlar eru og hvernig sjónvarpsútsendingar og hver munurinn er á flatskjá og túbusjónvarpi.

Hann hefur ekki enn heyrt þig ropa af fullum krafti