laugardagur, nóvember 25, 2006

laugardagsblús

Ég er svo leið eitthvað þessa dagana, helvítis gigtin. Ég veit að ég á að vera þakklát fyrir að verða aftur frísk, ég veit að ég á að meta allt svo miklu betur í dag en ég gerði áður en ég veiktist en raun er ég bara pirruð og leið Pirruð á að vera ekki orðin frísk á nýjan leik, þurfa alltaf að vera að bíða og vona að ég verði alveg jafn góð og nái að hrista þetta af mér og mér finnst ég vera eitthvað svo dottin úr öllu.
Það ég var verri þá gerði ég auðvita mjög lítið, það er alveg full vinna að vera alltaf að drepast úr sársauka og geta sama sem og ekkert hreyft sig. Og þegar stendur svoleiðis hjá konu þá er maður ekkert að deyja úr hressleika og þar af leiðandi dettur maður svolítið úr sambandi við allt og alla.ognú þegar ég er alltaf að verða betri og betri og get aftur farið að gera venjulega hluti og vera með þá finnst mér ég vers svo dottin úr öllu og þá verð enn pirraðari og enn leiðari
En það eru auðvita alltaf ljósir punktar í tilverunni ég er hætt á sterunum og fokkings svefntöflunum þannig það er allavegana gott mál.