þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Sundhallarævintýrið


Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum fimbulkuldinn sem faðmar okkar þessa dagana. Eftir að hafa lesið sundsöguna hjá Drífu Atla ákvað ég það væri skynsamlegt að leggja leið sína í innilaug þessa vikuna. Hvað er annars málið með þessar fo++ing útisundlaugar það er alltaf skítakuldi hérna og það er varla hægt að komast í innilaug. Eftir minni bestu vitund er bara ein innilaug á höfuðborgarsvæðinu og því skundaði ég galvösk í sundhöllina.

Ég held ég hafi einu sinni áður farið í hana en var þá í fylgd með fullorðnum nú fór ég ein og ég mæli með að allir fari a.m.k. einu sinu aleinir í sund þar. Það er bara eitthvað svo ótrúlega fyndið að fara í sund þar þegar kona er eins sín liðs vegna þess að þá er kona ekki símasandi og gerir ekki annað en að taka eftir fólkinu og umhverfinu. Klefarnir eru auðvita sérkapítuli og greinilegt að sundhöllin var byggð áður en hagræðing og hagkvæmi varð allsráðandi. En óneitanlega gaman að geta lokað að sér í sínu eigin klefa við að skipta um föt og vera alveg laus við að rekast í annara manna rassa.

Sundlaugin sjálf er nú í minni kantinu og það er minna en ekkert pláss til að synda þar. Því ekki má synda fyrir framan dýfingarbrettið og skólakrakkar á sundæfingum taka síðan sinn skerf að plássinu eftir stendur örlítil ræma sem hinum almenna sundmanni er gert að synda. Synt er í hring til að að sem flestir geti synt. Svoleiðis fyrirkomulag er mjög hentugt en fyrir okkur sundtossana er það pínlegt. Já ég er sundtossi, var alltaf síðust í bekknum í sundtímum, syndi bæði illa og hægt.

Sundhöllin ólíkt öðrum sundlaugum býður upp á skemmtiatriði ég tel að fleiri sundlaugar ættu að taka það upp því óneitanlega er skemmtilegra að synda þegar einhverjir samferðarmenn skemmta manni. Gæði skemmtiatriðana var þó misjöfn. Dýfingarnar voru góðar, harla gaman að horfa á krakka og menn stökkva, nokkrir sem sýndu býsna góð tilþrif. Lyftingarnar voru pínu súrar en samt hægt að hafa gaman af þeim. Það eru nefnilega á einu bakkanum lyftingartæki sem vaskir menn og konur geta spreyt sig á í sundfötunum. Þegar ég var þarna voru úber massaðir gaurar í gömlu speedo sundskýlunum sem lyftu á fullu og spígsporuðu síðan um höllina til að sem flestir gætu séð þá.

og loks er hægt að gera æfingar í kvennaklefanum því þar er herbergið með dýnu og rimlum sem hægt er að gera hinar ýmsu teygju og styrktaræfingar ég þurkkaði mér nú bara læt það bíða betri tíma að gera æfingar í sundbol.

þetta var samt sem áður án efa ein sú eftirminnilegasta sundferð sem ég farið í þannig að ég get ekki annað en mælt með að sem flestir skelli sér í sund í sundhöllinni