mánudagur, nóvember 27, 2006

Ritdómar

Ég gæti skrifað langan og leiðinlega pistil um hvað ritdómar eru ÖMURLEGIR. En ég er að hugsa um að hlífa ykkur við því þar sem ég er loksins, loksins búin að klára þá og einungis örfáar klukkustundir þangað til að ég læt þá af hendi. Alveg er mér sama þótt ég sjái þá aldrei, aldrei, aldrei aftur.


Næsta mál á dagskrá er svo hin blessaða BA ritgerð, 27. nóvember, 5.000 þúsund orð komin á blað og ekki nema 5.000 þúsund til 10.000 þúsund orð eftir, ummh lítið mál. Ekki frá því að það sé byrjað að gera vart við sig kvíðaköst og oföndun. En ef konur verður ógurlega dugleg næstu daga og vikur þá ætti þetta nú ekkert að vera SVO mikið mál. Ég og Drífurnar erum allavegana alveg ótrúlega duglegar þessa dagana að liggja yfir meistarastykkjunum okkar.

Ég fór í skírn í gær hjá dúllu mánaðarins henni Emilíönu Björt önnu Daggar og Bödda dóttur. Mér finnst nafnið ógurlega flott og litla skvísan er svo ljómandi heppin að hún virðist hafa erft brosið hennar mömmu sinnar. En allir sem þekkja Önnu Dögg vita að hún er með alveg einstakleg sætt bros. Kræsingarnar í veislunni voru síðan eins og í 200 manna fermingarveislu, ég held að ég hafi sjaldan séð eins mikið af kökum og gúmmilaði á einu borði.