föstudagur, desember 01, 2006

Dugnaður.is

Ég er búin að gera svo margt í vikunni

Fór norður
Búin að lesa alveg heilan helling
Flensan heimsótti mig og eitt stykki ælupest

Stuð!

-------

Stefnan er svo sett á höfuðborgarsvæðið annað hvort í kvöld eða eldsnemma í fyrramálið. Annars vegar var ég búin að lofa mér að gæta skæruliðana í Norðingarholtinu á sunnudagskvöldið og hins vegar er svo prófkjörið hjá VG á morgun. Vil ég mæla með henni Auði Lilju sem býður sig fram í 2. sætið. Hún er frábær, hefur margt fram að færa og á erindi inn á hið háa herrans Alþingi til að gera lífið aðeins auðveldara fyrir okkur hin. Ef hún nær 2. sætinu sem ég svo sannarlega vona þá heiti ég því að læra nöfnin á öllum köttunum hennar og vita hvaða köttur á hvaða nafn.

Svo er bara að spýta í lófana og vera ofur duglega að læra næstu viku ásamt Drífunum