föstudagur, mars 02, 2007

Leitin mikla

Þar sem ég er víst ekki 23 ára, bý á Íslandi og hef uppgvötað eftir að ég kom úr "útlegðinni" að megnið af vinkonum mínum eru komnar með kríli og fleira og ég hugsa að það sé komin tíma á að fara að leita að þessu fleira, ég hef íhugað þetta um nokkurst skeið og hef tekið saman nokkur atriði sem ég mun hafa í huga við leitina

Must have

vera karlkyns
vera opin fyrir feminískum hugsunarhætti
lesa bækur
hafa einhvern smá áhuga á þjóðmálaumræðun

Blátt bann við

að vera frjálshyggjuplebbi
að finnast leiðinlegt að spila kana

Bónusstig
alls ekki nauðsynlegt en er ekki að verra að hafa

vera ögn hærri en ég
hafa áhuga á menntamálum
ekki verra ef hann væri reyklaus

Allar ábendingar eru vel þegnar