miðvikudagur, mars 07, 2007

Uppáhalds............ í augnablikinu

vefsíðan

var ég búin að lýsa yfir hrifningu minni á Hugsandi nú þegar kosningar eru í nánd og inn á flest vefrit hrúgast kosningapistlar er Hugsandi líkt og vin í eyðimörk. Þar sem hægt er lesa um til dæmis sjálfsvíg í sögulegu ljósi, brúðkaupssiði á Íslandi, Önnu Nicole Smith og ýmislegt fleiri, mjög skemmtileg og fróðlegt (stundum)

tónlistin

ef ég ætti i-pod þá myndi ég fylla hann af lögum Ray LaMontagne. minnir að ég hafi fyrst heyrt í honum á myspaceinu hennar Karinar mæli með þeim báðum.

Uppáhaldslagið þessa dagana er þó án efa LalalaLove með hinum úper hipp og kúl Lundgren

Bókin
engin þar sem ég hef ekki nennt að fara á bókasafnið og bókaskáparnir á mýrarbrautinni innihalda að mestu bækur sem fjalla um a) hesta b) ættfræði c) hesta og ættfræði d) plöntubækur.

Maturinn
Belladonna kexið eða heitir það Ballerína...