fimmtudagur, október 19, 2006

Tékklistinn í Dag

Skoða bloggsíður hjá vinum mínum allavegana tvisvar
Skoða bloggsíður hjá bláókunnugum fólki
Lesa námsbækurnar (lítið því ég gerði ekkert voðalega mikið af því)
Hanga með Lilju systur í mikilvægum erindagjörðum líkt og fara í búðir, bakarí og horfa á Leiðarljós.
Taka prófin hjá Helgu og Hugrúnu
NEI Taka til því Kristín er að koma heim á morgun
Hanga ógeðslega mikið á netinu og skoða drasl sem gangast mér sama sem ekkert
NEI Prenta út glósurnar mínar og raða þeim snyrtilega og í röð í fallega möppu
Klára ritdóm nr. 2
NEI Taka nýja bók á bókasafninu til að lesa fyrir ritdóm nr. 3
Blogga (mjög mikilvægt)
NEI Finna villuráfandi sauði og segja þeim að kjósa Auði í prófkjörinu fyrir VG í Nóv
Hanga aftur ógeðslega mikið á netinu
Skoða nýju myndirnar sem Guðný Ebba setti inn
NEI HORFA Á UPPÁHALDSÞÁTTINN MINN(og missi örugglega af honum því ég er svo dugleg að "læra"

þriðjudagur, október 17, 2006

Allt til að sleppa við að lesa....


Passaði um daginn örugglega sætustu börn í heimi, (Liljubörn þannig að ég er nú kannski sú hlutlausasta!) Ég tók það skýrt fram áður en ég tók að mér pössunina að ég ætlaðist til þess að börnin myndu ekki æla á meðan, ég er rosalega lítið fyrir eitthvað svona ælustand, það stóðst ekki og verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með það. Ein einföld beiðni og það var ekki hægt að verða við henni, sýnir bara hvað siðferði foreldra fer hnignandi.

Helginni var annars eytt í faðmi Uppana. Sá loksins íbúðina hennar Kristrúnar og hún er ekkert smá flott, stefnan var nú sett á Októberfest en sökum þess hve mikið þurfti að blaðra þá var öllum áformum um það slaufað af. Höfðum það síðan af að fara í road trip á Selfoss til að kíkja á krílið hennar Sigrúnar, frekar sæt.Annars snýst lífið bara um lestur þessa dagana....ekki að nenna þessu.

miðvikudagur, október 11, 2006

Tölvugrúsk eða hangs

Þessa önn hef ég uppgvötað að það er vel hægt að læra á Þjóðarbókhlöðunni. Því fylgja þó nokkrar hliðarverkanir. ég hef aldrei hangið mikið á netinu, aldrei nennt að vera eitthvað að grúska og finna eitthvað sniðugt. Það er nú breytt eftir að ég byrjaði að venja komur mínar hingað á Þjóðabókhlöðuna finnst mér ekki gera neitt annað en að hanga eitthvað á netinu. Ég er alveg að læra en ég eyði álíka miklum tíma í að vera eitthvað að krúsa á netinu!

Uppgvötaði til dæmis Ray LaMontagne og er búin að hlusta á hann í allan dag, sérstaklega lagið Trouble, mæli hiklaust með því.

mánudagur, október 09, 2006

Afmælisboð...

Hugrún sæta kom í bæinn um helgina og eyddum við tímanum okkar í hinum ýmsu afmælisboðum.

Auðvita vorum aðeins orðnar aðeins seinar þegar við loksins fundum okkur leið út úr úthverfum Kópavogs. Mér virðist vera lífsins ómögulegt að vera stundvís ég er ALLTAF aðeins of sein. Ég tók mig að vísu aðeins á eitt árið vegna þrálátra kvartana frá Sunnu en því miður þá var það ekki til frambúðar.

Fyrra afmælisboðið var svona skylduboð. Skylduboð eru ekki skemmtilegt, í fyrsta lagi þekkir kona yfirleitt mjög fáa, í öðru lagi fer kona fyrst í þau og er þar af leiðandi ekkert komin í neina stemmingu og þriðja lagi er maður bara að bíða eftir að geta farið. Þegar við komum þá var eiginlega enginn mættur sem er bara fínt því þá var minna af fólki sem þekkir engin deili á enduðum síðan á að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu frekar glataðir gestir og um leið og þátturinn var búinn. Jæja þetta var nú fínt en því miður þá þurfum við að fara núna.

æi þetta hefði örugglega geta verið fínt en ég var með við hugann við afmælisboð nr. 2 og gaf þessu því engan séns

seinna afmælisboðið var mun skemmtilegra... við áttum að vísu í einhverjum smá erfiðleikum við að finna réta húsið...en getur það ekki komið fyrir alla að fara í vitlausa götu og liggja á dyrabjöllum ókunnugra og heimta að fá að koma inn í partý? en eftir að fundið rétta götu og rétt hús og rétt afmælisbarn þá tók við taumlaus gleði fram eftir og skemmtum við okkur konunglega:) eini mínusinn var auðvita helvítis áfengisleysið ég hreinlega get ekki beðið eftir því að vera ógeðslega full í partýum eða börum borgarninna og segja sömu söguna aftur og aftur og drekka og drekka og drekka...

ótrúlega gaman samt að fá að hitta aðeins Hugrúnu og það er skyldumæting fyrir þig að koma í bæinn þegar ég verð byrjuð aftur að túttja:)

mánudagur, október 02, 2006

Helgin og Helga

Undanfarna viku hef ég eytt nokkrum kvöldum í að útrýma húsflugunum sem hafa það að venju sinni að dansa stríðsdans þegar ég ætla að ganga til náða. Þannig að ég eyði dágóðum tíma í að ganga frá flugunum.

Helga kom um helgina og hélt ég úti stöðugri skemmtidagskrá fyrir hana þegar hún var ekki upptekin á einhverri iðjuþálfaráðstefnu. Hittum gamlar Króksara stelpur á fimmtudagskvöldið, stelpur sem ég hef ekki séð í fleiri, fleiri ár og svo var kíkt á Kiddu en eftir að hún varð ráðsett frú í Grafarvoginu ef ég varla séð hana. Þetta var mjög gaman allt saman og Helga komdu sem oftast. Gekk að vísu ekki vel að halda gigtarmataræðinu um helgina en það er allt í lagi þegar koma gestir er það ekki annars?