mánudagur, desember 17, 2007

Jólatossalistinn

er að verða svo stuttur, kláraði jólakortin í dag og um helmingur þeirra er alveg sérlega glæsileg því Jenný Rebba (lijubarn) sá um að myndskreyta kortin, mjög flott ég er að vísu ekki sú besta að skrifa á kortin því hendin þreytist pínu á skrifum þannig að fyrstu jólakortin er með einhverjum skemmtilegum kveðjum en er leið á varð þetta mjög hnitmiðað og stutt... gleðileg jól, jólakveðja Erla.

ég er samt að bilast á þessari rigningu, það er nákvæmlega ekkert jólalegt að hafa rok og bleytu og meiri bleytu en ég er að vísu komin með JÓLADISKINN sem er ófáanlegur í skífubúðunum en óprúttinn aðili náði í hann fyrir mig af netinu og brenndi hann.

Stefnan svo tekin norður í vikunni.

miðvikudagur, desember 12, 2007

Jólaundirbúiningur

ég er búin að setja mér nokkur háleit markmið í þessu jólafrí

1. skrifa jólakort og setja í póst
2. hitta guðný ebbu áður en hún fer af landi brott
3. .......


er ekki komin lengra enda held ég að það sé betra að setja sér sér raunhæf markmið. Einu sinni var ég mjög mikið fyrir að gera jólakort og sendi alltaf heilan helling en þetta hefur dalað mjög mikið síðustu ár og hef ég varla sent jólakort síðustu ár. Kannski er málið að kíkja á Helgu jólakortagerðadrottninguna og athuga hvort árangur verði kannski betri í ár í framleiðslunni.

oh hvað ég vona annars að þessi rigning fari að hætta.

Myndirnar mínar!!!

eins og það er þægilegt að eiga digital myndavél þá tekst mér ALLTAF að gera einhvern óskundan þegar ég hleð þeim inn á tölvuna mína, í þetta skipti tókst mér að láta tvær möppur fullar af skemmtilegum myndum hverfa, já hverfa og ég hef ekki hugmynd um hvað ég gerði, þær fóru ekki í ruslið og ég veit ekki hvað ég á að gera næst nema að herja á fólk með meiri tölvukunnáttu en ég og athuga hvort þau geti bjargað málunum.

Komin í jólafrí er búin að vera í fríi í 5 daga. Verð að vísu að viðurkenna að jólafríið hefur ekki staðið undir væntingum hingað til er búin að eyða nær öllum jólafrísdögunum í leiðindavesen og er ekki búin enn, morgundagurinn er einnig helgaður leiðindahlutum. En þið prófþreytta fólk þá veit ég að þið hafið það miklu verra:)

nóvember er annars búin að vera ágætur mánuður til að drekka hér er ég og sunna með Lundgren sem er víst einn af heitari mönnum sem láta sjá sig á börum borgarinnar. Já það hefur lítið farið fyrir heilbrigðum lífstíl þessa önnina, var að með miklar hugmyndir um að þegar ég kæmi í jólafrí þá yrði brett upp ermarnar og lifað á baunum og annarri hollustu og sundhallir borgarinnar sóttir stíft, það er enn á hugmyndastiginu....