fimmtudagur, janúar 31, 2008

Smjattpattar

hvað í ósköpum fær fólk til að japla á matnum sínum í hljóðlátu lesstofunni, það er líkt og sprengingum rigni yfir okkur þegar bölvaði smjattpjatti tekur sér enn eina kexköku til að troða upp í sig.

Einhver partý eru búin að vera í janúar á laugaveginu, langskemmtilegasta var þegar stelpurnar frá (kræst hvað er málið með þessa gellu, hættu að éta skömmin þín) dósinni hittust, til marks um hversu virðulegar eða gamlar við erum orðnar þá erum við búnar að ná þeim tímapunkti að geta talað um ár þegar rætt er hversu langt er síðan við sáumst síðast en ekki dagar eins og þegar við vorum á blósinni.

áhugaverðsti hittingurinn var þegar (öfga) feministarnir komu til að ræða um hvað þær eru öfgafullur og lögðu á ráðin um að bæla niður karlkynið...... Kannski ekki alveg...
gaman samt sem áður þó tilefnið væri mun hófsamara (hversu mikið kex getur ein manneskja innbyrt)

mánudagur, janúar 28, 2008

Snjórinn

ég elska þegar er snjór að vísu eilítið pirrandi þegar hann er að fara en svo notalegt þegar hann er. Það jafnast fátt á við drullu brúnan salt/sand snjó

sunnudagur, janúar 27, 2008

Ég er í tilvistarkreppu

mánudagur, janúar 21, 2008

Stjörnuspáin

Í stjórnuspá minni sem ég las um daginn stóð að ég myndi svífa um á rauðu ský og vanrækja vini mína fyrir vikið. Það hefur nokkurn veginn ræst þar sem ég steingleymdi síðasta sunnudag að ég átti að vera í hófi að hitta nokkrar píur en í stað lá ég bara í leti, horfandi á landsleikinn, ekki alveg nógu gott!

Helgin var samt frábær ég fór á fjöruborðið á fimmtudagskvöld og guð minn góður hvað maturinn er góður þar, ég fæ vatn í munninn í hvert skipti sem ég hugsa um það en á föstudagskvöldið hitti ég gömlu vinkonur mínar frá dósinni og ég held í alvörunni að við höfum ekki hist allar saman í ansi mörg ár.

Ég er byrjuð að verða ansi þreytt á þessu myrki og þó að borgarstjórnin leggi sig alla fram um að láta stórtíðindi koma reglulega til að láta okkur til að tala um þá vil ég fá aðeins meira ljós.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Rútínan enn á ný

Eftir næstum mánaðarjólafrí þá er komið að rútínunni enn og aftur (sem er að vísu orðin kærkomin eftir svona langt frí). Árámótunum var í fyrsta skipti eytt í Reykjavík og hafði ég miklar væntingar til allra flugeldana. Vonbrigðin urðu því mikil þegar kom að sjálfu gamlárskvöldinu því lítið sást út af veðrinu en þeim mun meira heyrðist. Hávaðinn er ekki það sem er heillandi við flugelda heldur ljósin að mínu mati og fannst mér pínu súrt að fá bara hávaðann en ekki ljósadýrðina. En kvöldið var samt gott þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir kjötáti.

Skólinn byrjaður aftur og hef ég ekki enn komið því á framfæri þá er KHí svo mikill prump-skóli ég er að vísu í einum kúrsi sem lítur út fyrir að vera ágætur en hinir tveir sérstaklega annar lofar ekki góðu. Þoli ekki þennan bjána skóla, háskóli my ass.