fimmtudagur, janúar 31, 2008

Smjattpattar

hvað í ósköpum fær fólk til að japla á matnum sínum í hljóðlátu lesstofunni, það er líkt og sprengingum rigni yfir okkur þegar bölvaði smjattpjatti tekur sér enn eina kexköku til að troða upp í sig.

Einhver partý eru búin að vera í janúar á laugaveginu, langskemmtilegasta var þegar stelpurnar frá (kræst hvað er málið með þessa gellu, hættu að éta skömmin þín) dósinni hittust, til marks um hversu virðulegar eða gamlar við erum orðnar þá erum við búnar að ná þeim tímapunkti að geta talað um ár þegar rætt er hversu langt er síðan við sáumst síðast en ekki dagar eins og þegar við vorum á blósinni.

áhugaverðsti hittingurinn var þegar (öfga) feministarnir komu til að ræða um hvað þær eru öfgafullur og lögðu á ráðin um að bæla niður karlkynið...... Kannski ekki alveg...
gaman samt sem áður þó tilefnið væri mun hófsamara (hversu mikið kex getur ein manneskja innbyrt)