laugardagur, maí 27, 2006

Blogg ólægð

er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að sumarið er að koma. Tvennt sem ég þarf að blogga um kosningarnar og brotthvarf Óla Tómasar.

en er á Blönduósi um helgina á heimili þar sem sjónvarpsgláp og tölvuhangs er litið óhýru auga það verður því að bíða betri tíma.

verð samt að láta fljóta með mynd af frambjóðandanum á heimilinu

mánudagur, maí 22, 2006

Þreyttur Mánudagur

Í dag fór ég ekki á staðinn sem mun gera það að verkum að geti aftur farið að þjóra ölið og velst um blindfull í miðbænum. Enda er ég líka hálfpirruð.

sló met um helgina í bíó-aðsókn. Fer frekar sjaldan í bíó en fór frekar oft um helgina. Fyrri myndin var í lagi seinni myndin var smá vafasöm en félagskapurinn var góður. Þannig að það bæti upp fyrir það sem myndina vantaði. Fór á MI-III þar sem blandað var saman spennu og rómantík með lélegum árangri.

Er annars að reyna að koma mér aftur í gírinn og byrja aftur að læra. Búin að afreka að mæta upp í skólann vantar aðeins upp á að það skili einhverjum árangri.

Dagurinn er þó ekki alslæmur því Magga er kemur í kvöld

sunnudagur, maí 21, 2006

Matarboð

Lilta frænkan mín á eftir að verða ein af þessum þar sem alltaf er matur á borðum og með fullt hús af gestum.

Hringdi og bauð mér í mat

Jenný Rebekka: viltu koma í mat
ég: ja... (alltof oft er ég að brasa eitthvað annað þegar hún hringir og býður í mat)
Jenný Rebekka: það er folaldakjöt
ég: ja...
Jenný Rebekka:(ekki af baki dottin og greinilega búin að búa sig undir dræm svör) það er 24 í kvöld heima hjá mér ekki þér
ég: já ég skal koma í mat

?

Ég er að velta fyrir mér hvort ég ætti að setja link á uppháldsbloggarann minn. En það sem helst aftrar mér frá því er að uppháldsbloggarinn minn er einhver sem

ég hef aldrei séð
ég hef aldrei talað við
ég veit ekki hver er

Samt les ég bloggið hans reglulega, mér finnst samt eitthvað svo fulllangt gengið að linka á einhvern sem ég þekki ekki og mun eflaust aldrei þekkja. Ástæðan fyrir því að ég er að velta fyrir mér hvort ég ætti að gera það eða ekki er einfaldlega sprottin upp af praktískum toga. Man aldrei bloggslóðina þannig að í hvert skipti sem ég ætla að kíkja á bloggið þá þarf ég alltaf að fara einhverjar krókaleiðir.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Allt að gerast:)

Skólinn búinn, ekki að það hafi verið mikið að klára.

og

Ég er búin að flytja

Í næstum 1 og 1/2 ár er ég búin að vera á endalausum þvælingi og búa á hinum ýmsum stöðum.

Var í Sæviðarsundi 26 eina önn
Heim um sumarið
Bergsmárinn næstu önn
Heim um sumarið
Calle Luna hjá hinum "yndislega" Jimmy í smá stund
Hraunbær þess önn

og svo og svo og svo
KÓRSALIR

Er í risastórri íbúð, þrjú svefnherbergi og klósett sem hægt er að halda partý í.
Flutti til Kristínar og Dodda í síðustu viku og líst rosa rosa rosalega vel á þetta. Eini gallinn að miðbærinn er í nokkurri fjarlægð en þar sem ég er ekki enn byrjuð að þjóra ölið og hanga blindfull á börunum þá er það mjög lítill galli.

Allir meira en velkomnir í heimsókn ef þið leggið í að keyra hingað upp í móana. Svo hugsa ég að það þyrfti að spila eitt Risk eða svo hér.

föstudagur, maí 12, 2006

Flækjur

EINSTÆÐIR SOKKAR
STAKIR SOKKAR
TÝNDIR SOKKAR

Sokkarnir mínir eru djúpt sokknir í fen óreiðu og flækju

Ég tel að það hafi verið mistök af hverfa frá litríkum og mislitum sokkum í einlita.
Þegar ég gekk í litríkum og mislitum sokkum lenti ég stundum í því að sokkarnir mínir voru óviðeigandi stund og stað. EN ég var aldrei í vafa um hvaða sokkar ættu að vera saman og hvaða sokkar ættu ekki að vera saman. NÚ lendi ég aldrei í því að sokkarnir mínir séu í hrópandi ósamræmi við föt, stund eða stað. Í staðinn er ég með haug af einstæðum og stökum sokkum.

Fyrir utan þá sem ég hef týnt. Hvernig í ósköpunum tekst mér alltaf að týna sokkunum mínum. Ég veit ekki með ykkur en ég er ekki vön að fara mikið úr sokkunum nema bara heima hjá mér.

þriðjudagur, maí 09, 2006

1. Aldrei í lífi mínu:
mun ég fara í teyjustökk
2. Þegar ég var fimm ára:
man ekki, man ekki, man ekki, man ekki
3. Menntaskóla árin voru:
forsenda til að innbyrða óheyrilegt magn af áfengi
4. Ég hitti einu sinni:
eða öllu frekar sá Putin Rússlandsforseta
5. Einu sinni þegar ég var á bar:
þá sofnaði ég á barborðinu

6. Síðastliðna nótt:
gerðist fátt markvert
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju:
verður örugglega þegar litli Jónsson verður skírður
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég:
bókaskáp og málverk
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég:
mjög svo ljótar gardínur
10.Þegar ég verð gömul:
verð ég á ferð og flugi

11. Um þetta leyti á næsta ári:
verð ég í útlöndum
12. Betra nafn fyrir mig væri:
fínt þarfnast ekki breytinga
13. Ég á erfitt með að skilja:
sumt fólk
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef:
þú veist frekar ef mér líkar illa við þig, á oft mjög erfitt með að láta það ekki í ljós.
15. Fyrsta manneskjan sem eignaðist barn í þínum vinahóp er:
Kidda, fáir sem toppa hana

16. Farðu eftir ráðum mínum:
og þú munt verða rík og fræg á augabragði
17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er:
safi eða súrmjólk með ávöxtum (nokkuð sem ég nenni aldrei að gera)
18. Afhverju myndir þú hata mig:
ég hata ekki neinn en mér er illa við suma fyrirverandi sénsa:)
19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef:
ég væri að giftast konu

20. Heimurinn mætti alveg vera án:
jeppa
21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að:
22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en:
sígarrettur
23. Ef ég geri e-ð vel, er það:
að finna upp á hlutum að gera þegar ég á að vera að læra
24. Myndir sem þú fellir tár yfir eru:
Love story

mánudagur, maí 08, 2006

Andleysi

hér á bæ ríkir algert andleysi
mér dettur ekkert sniðugt að blogga um

er ekki í prófum sem er fínt

vorið hefur alltaf þessi áhrif á mig í stað þess að fyllast eldmóði með hækkandi sól og hitastigi fyllist ég andleysi.

er aftur á leið í kópavoginn til að búa, ég hlakka rosalega til þess.
kannski er svo reisa um hvítasunnuhelgina

langar til að drekka aftur, er farin að sakna þess að vera blindfull og röflandi

Auður er á fullu í kosningabaráttu og Drífa er orðin hluti af hinni vinnandi stétt þannig ég þarf að fara að leita uppi fólk til að "læra" með mér á daginn

Vorið fer vonandi að verða búið