miðvikudagur, mars 21, 2007

Ó borg mín borg

Eftir því sem veikindin minnka og heilsan batnar er ég hægt og bítandi að fóta mig á nýjan leik í hinu dásamlega hversdagslífi.

ég er búin að

fjárfesta í aðgangi að einni af betri líkamsræktarstöð reykjavíkur þar sem ætlunin er að endurheimta fyrra þrek og heilsu.

flytja í reykjavíkina sem ég saknaði sárt þessa mánuði sem ég var á dósinni

þvælast um ölstofur miðbæjarins að næturlagi í góðum félagsskap og meira að segja tekið nokkur dansspor (hef ekki dansað síðan Háskólalistafólk dansaði trylltan dans við Rebellinn í Stúdentakjallaranum.)

endurnýja kynnin við hitt kynið

ákveða hvað skuli gera næsta haust

fara í klippingu (eitthvað sem sat alltaf á hakanum)

útskrifast sem uppeldis og menntunarfræðingur

keyra til Reykjavíkur án þess að stoppa á leiðinni

fimmtudagur, mars 08, 2007

Það mun


blæða úr eyrum mínum ef ég heyri enn eitt lag með fokking sálinni og gospelkórnum.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Uppáhalds............ í augnablikinu

vefsíðan

var ég búin að lýsa yfir hrifningu minni á Hugsandi nú þegar kosningar eru í nánd og inn á flest vefrit hrúgast kosningapistlar er Hugsandi líkt og vin í eyðimörk. Þar sem hægt er lesa um til dæmis sjálfsvíg í sögulegu ljósi, brúðkaupssiði á Íslandi, Önnu Nicole Smith og ýmislegt fleiri, mjög skemmtileg og fróðlegt (stundum)

tónlistin

ef ég ætti i-pod þá myndi ég fylla hann af lögum Ray LaMontagne. minnir að ég hafi fyrst heyrt í honum á myspaceinu hennar Karinar mæli með þeim báðum.

Uppáhaldslagið þessa dagana er þó án efa LalalaLove með hinum úper hipp og kúl Lundgren

Bókin
engin þar sem ég hef ekki nennt að fara á bókasafnið og bókaskáparnir á mýrarbrautinni innihalda að mestu bækur sem fjalla um a) hesta b) ættfræði c) hesta og ættfræði d) plöntubækur.

Maturinn
Belladonna kexið eða heitir það Ballerína...

föstudagur, mars 02, 2007

Leitin mikla

Þar sem ég er víst ekki 23 ára, bý á Íslandi og hef uppgvötað eftir að ég kom úr "útlegðinni" að megnið af vinkonum mínum eru komnar með kríli og fleira og ég hugsa að það sé komin tíma á að fara að leita að þessu fleira, ég hef íhugað þetta um nokkurst skeið og hef tekið saman nokkur atriði sem ég mun hafa í huga við leitina

Must have

vera karlkyns
vera opin fyrir feminískum hugsunarhætti
lesa bækur
hafa einhvern smá áhuga á þjóðmálaumræðun

Blátt bann við

að vera frjálshyggjuplebbi
að finnast leiðinlegt að spila kana

Bónusstig
alls ekki nauðsynlegt en er ekki að verra að hafa

vera ögn hærri en ég
hafa áhuga á menntamálum
ekki verra ef hann væri reyklaus

Allar ábendingar eru vel þegnar

23. ára á nýjan leik

Bróðir minn lítur það alvarlega augum hversu gaman ég hef að því að veltast um miðbæ Reykjavíkur drekkandi drykki sem sljógva alla mína dómgreind og hugsun. Móðir mín telur þó þetta óþarfa áhyggjur því vissulega hafi átt sér viss stöðnun síðastliðin tvö ár þar sem veikindabrasið tók allan minn tíma, hugsun og orku og þannig lagað séð væri ég bara 23 ára...

En það er samt fínt að vera byrjuð aftur að huga að öðrum hlutum en gigtardraslinu og geta hugað að mun aðkallandi málum líkt

og hafa alvarlegar áhyggjur af fátæklegu innihaldi fataskápsins og líta yfir skósafnið og sjá að það sé bráðnauðsynlegt að bæta í það

panta tíma í ljós og fara í hann!

velta vöngum tímanum saman við að ákveða dagsetningu til að heimsækja Möggu sætu

heilsan er sem sagt alltaf að verða betri og mér finnst eins og ég sé að koma úr útlegð eða eitthvað álíka þar sem nú er ég byrjuð að geta gert svo miklu miklu meira en ég er búin að geta síðustu ár og næstu skref eru því líklegast að fara að vinna í að gera þá skandala sem ég hefði átt að vera löngu búin að gera

fimmtudagur, mars 01, 2007

Leyniorðahelvítið

það liggur við að kona geti ekki farið á salernið án þess að gefa upp leyniorð piff bloggleysi er að hluta til vegna þess að ég mundi ekki nýja lykilorðið og vegna gífurlegs tíðindaleysis.

Er þó búin að sitja í sal Háskólabíó við ótrúlega skemmtilega athöfn þar sem ég fékk gráðuna og má hér eftir titla mig sem uppeldis- og menntunarfræðingur. jeijeijei.

er eins og stendur fyrir norðan við störf á árbakkanum og er ekki frá því að ég þjóni betur til borðs eftir að hafa öðlast baið.

markmið þessa vikuna er þó að hringja í hana Drífu sætu sem er búin að eignast litla snúllu og ég er ekki enn búin að óska henni til hamingju hvað þá sjá litla krílið. Drífa ef þú lest þetta þá er ég búin að hugsa mun oftar til þín en þetta eina missed call gefur til kynna.