þriðjudagur, október 30, 2007

Semí útskrifuð!

ég var svona semí-útskrifuð frá lækninum mínum hér eftir þarf ég einungis að mæta á ársfresti til hans. þetta er svo magnað að ná þessu er að vísu ekki orðin "alheilbrigð" og enn hrjáir mig almennur ræfils og skakkalappadómur en ég er alla vegana skömminni skárri en ég var.

föstudagur, október 26, 2007

Annað kvöld

er fræknu og frændahittingur í grafarvoginu að vísu án kvennanna sem sáu til þess að það væri fræðilegur möguleiki að hittast

Við höfum ekki oft hitst án þeirra

í eitt skipti endaði ég ælandi inn á baðherbergi þar sem kasólétt frænka stumraði yfir

annað skipti fórum við á players, PLAYERS það var að vísu gaman en samt players!

veit ekki hvernig þetta endar annað kvöld...

sunnudagur, október 21, 2007

ó, þessir mánudagar!

koma alltaf og minna konu á að hún hefði kannski átt að eyða helginni við að klára verkefnin sem á að skila í þessari viku en ég held samt að það hefði verið mun minna ánægjulegt að eyða helginni í verkefnavinnu æi reddast þetta ekki alltaf...

eitthvað verið að plana norðurför á næstunni en veit ekki alveg hvað verður, "mikilvægt" fjölskyldu partý sem þarf að mæta í um næstu helgi. Það er að vísu aðeins farið að rifjast upp fyrir mér vankantar drykkju sem ég var svo algjörlega búin að gleyma þegar ég var ekkert að drekka, þynnkan er ekkert sérstaklega skemmtileg. hún var það ekki þá og hún er það ekki núna.

-----------------
Markmiðsetning er mjög mikilvæg í kennslu en hún gagnast einnig í daglegu lífi. Ég held að það sé ár síðan ég bloggaði um að takmarkið væri að stíga fæti inn á íslenskt safn. Takmarkinu var náð um helgina en það er kannski spurning um að setja tímamörk á markmiðin til að þau komist kannski fyrr til framkvæmda.

fimmtudagur, október 18, 2007

Það virðist vera meginþema hjá mér þessa dagana að vera óumræðinlega þreytt yfir daginn. Ég held að það sé kominn tími til og fara að venja mig á að drekka kaffi, svo ég geti síðan seinna meir kvartað yfir brjóstsviða og magasári!

Einn helsti kosturinn við nýja íverustaðinn minn er að það er vonlaust að kvarta yfir hávaða frá íbúðinni minni um helgar, helvítis kaffisetrið sér um að hávaðamenga allt húsið þannig að það munar ekkert um það ef aukahávaði berst frá íbúðinni minni. Tilraun verður gerð annað kvöld að skapa smá hávaða....

þriðjudagur, október 16, 2007

maðurinn..

Mikið er ég komin með leið á að vera alltaf að tala um sjálfan mig í karlkyni, lesa greinar um kvk í karlkyni og hlusta á mig og aðrar kvk alltaf tala um okkur í karlkyni.

Pirrings orðið þessa dagana er nemandinn, ég fæ grænar af því að tala um þá nemendur, þeir og svo framvegis. ég veit að það er málfræðilega rétt en þetta gerir að verkum að allavegana ég hugsa aðallega um kk þrátt fyrir að verið sé að tala um bæði kynin. Eins orðið hjúkrunarfræðingar sem upp til hópa eru kvenkyns mér finnst hjákátlegt að tala síðan um þá og "þeir eru orðnir langþreyttir á ástandinu.." og bla, bla, bla.

já ég veit að konur eru líka menn en menn eru líka konur

sunnudagur, október 14, 2007

megi kaffisetrið fara til helvítis

laugardagur, október 13, 2007

einhverjar breytingar í loftinu

ég er ekki frá því að hausinn á mér sé umvafinn rykskýi þessa dagana.

ég er ekki enn búin að halda teiti í nýju fínu íbúðinni, það er samt búið að drekka bjór í henni, Óli Tómas tók það sér, alltaf hægt að treysta á hann.

Dagarnir fara nú í það að skrapa saman krónum til að hægt sé að fara í heimsókn til útlanda, væri kannski gott að ráð að leggja hvíta krabbameinsvaldandi pakkanum á hilluna til að ná því en bara kannski

Mér finnst dagurinn í dag svooooooo mikið svindl kíkti út í gær, fór snemma byrjaði snemma að drekka, fór snemma heima (eða svona nokkuð snemma) til að vera eiturhress í dag og klára eitthvað leiðindaverkefni en svo vaknaði ég í morgun, ekki hress, smá þunn og ógurlega mygluð og þreytt, gæti verið vegna þess að ég varð líka snemma full.

þriðjudagur, október 09, 2007

af einhverjum ástæðum þá á ég afskaplega erfitt með að læra í dag

og

ég þoli ekki þegar hringt er í mig úr "ekkert númer" ég verð alltaf svo sannfærð um að ég hafi misst af MIKILVÆGASTA símtalinu, að ég hafi misst af tækifærinu til að gera eitthvað mjög merkilegt eða að þetta hafi verið einhver mjög merkileg að hringja í mig.

mánudagur, október 01, 2007

Haleljúa

netið er komið komið komið komið, eftir nokkuð mikið bras er ég nú lokst tengd netinu:)