fimmtudagur, mars 30, 2006

Í sól og sumaryl


Æðislegt veður í dag ég er komin í svo mikið sumarskap. Ég vona bara að þetta haldi svona. Ég er annars komin í svo mikinn sumarfíling að mig langar bara að fara að hanga í sundi, fara í grillveislur, labba Laugarveginn, fara í road trip og gera svona sumarhluti. Ég og vinkona mín röltum í miðbæinn í góða veðrinu og áttum hættulegar samræður um hvað það væri nú gott og gaman að reykja. Á tónleikunum hjá Groundfloor um síðustu helgi sem voru haldnir á reykmettuðu kaffihúsi þá gat ég ekki nefnt eina góða ástæðu fyrir að reykja ekki þegar ég labbaði út. Ég hugsa að ég þurfi að fara að minna mig af hverju ég hætti að reykja, af hverju ég vildi hætti reykja og af hverju ég vil frekar vera reyklaus en reykingarkona.

miðvikudagur, mars 29, 2006

Íslenska - Útlenska

á hverju miðvikudagskvöldi er pöbb-quis hjá Röskvu á Stúdentakjallaranum

Í kvöld eru spurningarnar bornar upp á ensku sem er víst venjan hjá þeim síðasta miðvikudagskvöld í mánuðinum samkvæmt auglýsingu frá þeim.

Ég veit ekki hver tilgangurinn hjá þeim er með að hafa spurningar á ensku en það sem mér dettur einna helst í hug er að þetta sé til þess að erlendir stúdentir geti líka tekið þátt.

Því skil ég ekki af hverju þeim hefur ekki dottið í hug að það gæti þá verið sniðugt að hafa auglýsinguna sem er á heimasíðunni líka á ensku!

Draugar

Ég held að ég leyfi mér að fullyrða það að hvergi annars staðar en á Íslandi kæmist draugagangur í blöðin og í kvöldfréttirnar.

ég fékk kjánahroll í gærkveldi þegar draugafréttin var lesin

mánudagur, mars 27, 2006

Markmið vikunnar eða mánaðarins...



er að fara á Listasafn Íslands. Það er í fyrsta lagi ókeypis og í öðru lagi finnst mér hálf hallærislegt að hafa farið á listasöfn út í útlandinu en ekki hér heima. Ég held að ég hafi bara farið á eitt safn hér, Nýlistasafnið og ég fór bara á sýningu þar því Arndís Gísla var að sýna. En um leið og ég stíg á erlenda grund þá er skundað eins og hershöfðingi á hin og þessi söfn.

Hugsa að ég reyni að draga einhvern listunnanda með mér um helgina á safnið.


****SNIFF OG SNÖKT****

fór á síðustu tónleikana með Groundfloor í bili allaveganna. Helmingurinn af þeim er að fara að reyna fyrir sér í útlandinu. Mér finnst samt að þeir eiga að gefa út diskinn áður en þeir fara af landinu. Tónleikarnir voru fínir, alltaf gaman að hlusta á þá og alltaf gaman að sjá dósalingana.

föstudagur, mars 24, 2006

Lexía dagsins

Ég á vin eða átti, veit ekki alveg hvort ég á að segja
Hálf undarlegt orðalag að tala um að "eiga" vini

Við drukkum oft kaffi saman og ræddum heimsmálin. Vinurinn hafði oft mikið til málanna að leggja, ég var iðulega á öndverðu meiði. En mér fannst vinurinn skemmtilegur og vininum fannst ég skemmtilegt þannig að þrátt fyrir að vera oft ósammála þá vorum við sammála um að við værum skemmtileg.


Einu sinni héldum við að að við værum skotin í hvort öðru.

Þannig að við kysstumst

Ekki það sniðugasta sem við gerðum

Við höfum ekki drukkið kaffi saman síðan þá.


Ekki kyssa vini þíni ef þú vilt halda áfram að drekka kaffi með þeim...

þriðjudagur, mars 21, 2006

Vorlaukar

Fór í búðin í gær til að fjárfesta í vorlauk. Ég var ekki alveg viss um hvernig þeir líta út en vissi að þær væru minni en venjulegir laukar. Eftir að hafa staðið eins og álfur út úr hól við grænmetið sá ég eitthvað sem mér fannst vera "vorlauka" líkt og kippti með mér, nota bene þetta voru örugglega hátt í 10 vorlaukar, ákvað samt að kaupa þá því ég var svo ánægð með sjálfan mig að hafa fundið þetta út.

Kom heim, skar "vorlaukana" niður, þá gossaði upp þessi þvílíka hvítlaukslykt. "Vorlaukarnir" mínir voru sem sagt ekki vorlaukar heldur geiralausir hvítlaukar samkvæmt kassakvittuninni.

Ég held í héðan í frá að þá nota ég bara venjulegan lauk.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Langloka:)

ef þið hafið tíma og nennið

(x) Drukkið áfengi
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) faðmað einhvern ókunnugann
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum (hef bjargað Önnu Dögg frá bráðum bana af miðaldra húsmæðrum á Skagaströnd, telst það með?)
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n

( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu (það getur eiginlega ekki annað verið)
(x) skrópað í skólanum
(x ) horft á einhvern deyja
(x) farið til Canada (fyrsta utanlandsferðin 19 ára, fór með mömmu)
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf

(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
( ) haldið kaffiboð (er ekki orðin nógu gömul)
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (háaloftið heima hjá Sunnu)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu (það er ekki tré á Blönduósi)
(x) rennt þér á sleða (átti að vísu aldrei stýrissleða)
(x ) grátið svo mikið að þér finnst þú aldrei ætla að hætta
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum ( síðast í dag )
(x) notað falsað skilríki

(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta (fann síðasta jarðskjálftann og hélt að þvottavélin væri
alveg að missa það núna)
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi (keyrði einus sinni útaf með Heimi hinum ofursvala, við vorum
mjög svöl á meðan útafakstrinum stóð)
(x ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi

(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu (og gott betur en það)
(x) fundist þú líta vel út
(x ) verið vitni að glæp (ég er frá Blönduósi þarf ég að segja meira)
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur (týndist einu sinni í Kringlunni það var skelfileg lífsreynsla)
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum (ég á litla frænku)
(x) sungið í karaókí
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum

(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
( ) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins (gaf þó kertasníki alltaf kerti þegar hann gaf
mér í skóinn)
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý.. (ég , Helga og Kidda stunduðum það stíft að fara í
útskriftarveislurnar hjá (yngri) Levy bræðrunum, við
skemmtum okkur alltaf vel, veit ekki alveg hvort það hafi
verið jafn gaman að fá okkur?)

( ) verið beðinn um að yfirgefa partýið
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
(x) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig (nei, en væri geðveikt til í að
einhver héldi svoleiðis fyrir mig, þegar ég byrjað aftur að
þjóra ölið)

miðvikudagur, mars 15, 2006

Breiðdalsvík

ég fæ alltaf skömmustutilfinningu þegar er verið að tala um Breiðdalsvík.

Baugur

Ég get hreinlega ekki beðið eftir að heyra hvernig þetta fer hjá þeim.

Sem betur fer er bein útsending í sjónvarpinu...

þriðjudagur, mars 14, 2006

Frú Kát

Líst vel á daginn í dag.
Enn með bros á vör eftir að hafa eytt síðdeginu með gullmola í gær:)í mjög svo reykmettuðu kaffihúsi.


Fór norður um síðustu helgi, tók tölvuna mína og nokkrar skólabækur með mér. ég tek alltaf með mér einhverjar bækur til að lesa í þegar ég fer heim. Gerði það líka alltaf þegar ég var á Króknum. Ég lærði aldrei þá og ég lærði heldur ekkert um helgina.

Eina sem ég geri við námsbækurnar er að færa þær... í bílinn, keyra norður, inn í forstofu með þær, svo inn á gang inn í herbergi, eru fyrir þar þannig að ég hendi töskunni (bækurnar koma sjaldnast upp úr töskunni) annað hvort bak við hurð eða inn í geymslu. Svo aftur úti í bíl og suður.

Samt finnst mér alltaf jafn sniðugt að taka námsbækurnar með og alltaf jafn líklegt að ég muni læra.

mánudagur, mars 13, 2006

Frjálshyggja, frelsi og fóstureyðingar

Réttur einstaklingsins (fósturs) , sem dvelst innan konunnar, er að mínu mati meiri en réttur konunnar yfir líkama sínum

á kona að eyða tíma og orku í að benda á það sem er athugunarvert við þessi orð

Ísland

Ef þú nýtur ekki velgengi á Íslandi

þá þarftu allavegana að vera að gera eitthvað töff

fimmtudagur, mars 09, 2006

Það er von

Ég get ekki sungið, ég er algjörlega laus við að hafa einhverja sönghæfileika, ég get ekki haldið lagi og er í þokkabót fölsk.

Það eru þó sögur eins og þessi sem gefa mér von
Tommi

miðvikudagur, mars 08, 2006

Borgin sem aldrei sefur



ég er að íhuga hvort ég ætti að fara norður eða ekki um helgina... Aldrei þessu vant þá er margt sem lokkar við að fara á Blönduós um helgina

• Hitta Helgu og Hugrúnu
• Ná í Euro frænda sem er sárt saknað
• Horfa á seríu nr. 2 af Lost
• Reyna að fá mömmu til að baka fyrir mig bollur en ég hef ekki fengið mömmubollur í
tvö eða þrjú ár
• læra (lítur svo vel út á prenti)

þriðjudagur, mars 07, 2006

?

getur tónlist stjórnað lundarfarinu hjá mér?

mér er varla búið að stökkva bros á vör í tvo daga ég held að það sé kominn tími á að hvíla Nick Cave.

mánudagur, mars 06, 2006

Bílgarmurinn

Ég hef lítið gaman af öllu viðhaldi sem kemur að bílnum mínum. Mér finnst leiðinlegt að taka bensín, smyrja hann, setja á hann olíu, skipta um dekk o.s. frv. en þökk sé uppháldsmági mínu (og þeim eina ef nánar er farið út í það) þá er búið að smyrja hann og laga dótið sem hékk úr bílnum þannig að nú heyrast ekki lengur óæskileg hljóð.

Til að halda upp á það keyrði ég Elías um í hádeginu.

föstudagur, mars 03, 2006

Skólafélagar

Þessi færsla er tileinkuð skólafélögum mínum. alveg hreint út sagt frábærir krakkar og ég tel mig rosalega heppin að hafa lent með þeim á ári. Skemmtileg, dugleg og sætir krakkar og óneitanlega gert skólann skemmtilegri en ella. En ég hef loksins komið því í verk að linka á þau í tilefni af því fylgja myndir af sætu skólafélögunum.







Prufa

Það var lítill hundur sem átti heima í stórri götu. það voru mörg hús í götunni og margir bílar. Bærinn var furðurlegur við fyrstu sýn því það voru engir göngustígar hvar sem þú leist bara endalaust af götum og bílum. Hvar sem þú leist þá voru bílar alls staðar. stórir, litir, beyglaðir, gamlir, nýjir






fimmtudagur, mars 02, 2006

Skólafélagar


Þessi færsla er tileinkuð skólafélögum mínum. alveg hreint út sagt frábærir krakkar og ég tel mig rosalega heppin að hafa lent með þeim á ári. Skemmtileg, dugleg og sætir krakkar og óneitanlega gert skólann skemmtilegri en ella. En ég hef loksins komið því í verk að linka á þau í tilefni af því fylgja myndir af sætu skólafélögunum.







3 3 3 3 3 3 3

Ég er föst í þremur

miðvikudagur, mars 01, 2006

Næld

ég átti víst alltaf eftir að svara þessu.

4 störf sem ég hef unnið um ævina

Ormatínari
kaffihúsadama
Skúringarkona
Að gefa upplýsingar og leiðbeina ferðafólki

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur

Hárið
Love Story
Tina Turner

Staðir sem ég hef búið á

Hnífsdal
Blönduós
Sauðárkrókur
Reykjavík

sjónvarpsþættir sem mér líkar

Sex and the city
Friends
Þættirnir með kærustunni hans Ben Afflecks á RÚV
Lost

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Benidorm
Egilsstaðir
St. John
Angkor Wat

Fjórar bækur sem ég les oft...-
Bækur eftir Snjólaugu Bragadóttur (þegar ég er heima á Blö. og mamma hefur gleymt að fara á bókasafnið)
Öldina okkar
Svartar fjarðir
Nýtt líf (tímaritið)